LOFTADÚKAR

AF HVERJU LOFTADÚKUR?

Við höfum öll upplifað það að vera í rými þar sem hljóðvist er slæm og fundið fyrir áreitinu sem því fylgir. Slæm hljóðvist getur leitt til aukinnar streitu og vanlíðan.

Pons hefur aðstoðað bæði einstaklinga og fyrirtæki við að bæta hljóðvist með loftadúkum síðan árið 2016, og erum við því eitt reynslumesta fyrirtæki á Íslandi þegar kemur að uppsetningu loftadúka.

Loftadúkar opna algjörlega nýjar víddir þegar kemur að klæðningum í loft og fær hljóðvist algjörlega nýja meiningu. Uppsetning er einföld og fljótleg auk þess sem ryk- og lyktarmengun er engin.

Dúkarnir sem við notum koma frá franska framleiðandanum Clipso og eru þeir allir með myglu- og bakteríudrepandi húðun.

ENDALAUSIR MÖGULEIKAR

Mörg halda í fyrstu að loftadúkar leiði til takmarkana er varðar lýsingu o.fl en því fer fjarri. Við getum sniðið lausnirnar okkar í kringum nánast hvað sem er, hvort sem það eru loftskiptikerfi, hljóðkerfi eða innfelld lýsing - möguleikarnir eru endalausir.

Innfelld lýsing: Innfelld ljós eru eitthvað sem fylgir nánast öllum uppsetningum á loftadúk. Fyrir hvert og eitt ljós er svokallað ljósabrakket sem við smíðum úr MDF. Öll brakket eru sérsmíðuð af Pons fyrir hvert og eitt verkefni og miðast smíði þess við gatastærð á þeim ljósum sem fólk velur sér.

Innfelldar kastarabrautir:  Oft vill fólk hafa kastarabrautir í loftinu hjá sér og þá er bæði hægt að hafa þær utaná dúknum eða fella þær inní hann.

Hljóðkerfi:  Sífellt fleiri velja að setja hátalara á bakvið dúkinn og aðstoðum við fólk með smíði á sérstökum boxum undir þá, auk þess að koma þeim fyrir í loftinu.

Óbein LED lýsing: Margir vilja hafa óbeina LED lýsingu meðfram veggjum og er það eitthvað sem við aðstoðum viðskiptavini okkar með.

Ósýnilegar gardínur/brautir: Þetta er eitthvað sem sífellt fleiri biðja okkur um að leysa fyrir sig og við getum leyst í nánast hvaða verkefni sem er.

EINFALT UPPSETNINGARFERLI

Ferlinu á bakvið uppsetningu á loftadúk má í rauninni skipta upp í fjóra hluta:

  • Timburrammi er settur hringinn í kringum allt rýmið og sérstakur plastlisti neðan á þennan ramma (sem dúkurinn er strekktur í).

  • Einangrun (ull) er svo sett í loftið á bakvið dúkinn en þannig náum við fram hljóðvistar eiginleikanum úr þessari lausn.

  • Ljósabracketum komið fyrir á rétta staði og þau stillt af í rétta hæð.

  • Dúkur strekktur

ÓKEYPIS MÆLING OG TILBOÐSGERÐ

Ef þú vilt fá ókeypis mælingu og tilboð þá getur þú smellt á hnappinn hér að neðan eða sent okkur línu á pons@pons.is.