LOFTADÚKAR

ALGENGAR SPURNINGAR

Verðið fer eftir því hversu mikil vinna er fólgin í undirbúningnum og hvernig dúkurinn nýtist - en hann kemur í 4 mismunandi breiddum 2 m, 3,35 m, 4,1 m og 5,1 m. Flest okkar verkefni eru unnin þannig að undirbúningsvinnan er í tímavinnu og svo strekkjum við dúkinn fyrir fast gjald pr. m2. Þettta þýðir að viðmiðunarverð á fermetrann fyrir fullbúið loft er oft á bilinu 20.000 – 25.000 kr.

Einnig kemur það fyrir að viðskiptavinir okkar ákveða að sjá sjálfir um hluta af undirbúningsvinnunni sem leiðir af sér lægra endanlegt fermetraverð, þar sem færri vinnustundir fara í undirbúning af okkar hálfu.

HVAÐ KOSTAR FERMETRI AF LOFTADÚK?

MÁ SETJA LOFTADÚK INNÁ BAÐHERBERGI?

Já, það er í góðu lagi að setja dúk inná baðherbergi.

Já, hann er fáanlegur í ótal litum en er eingöngu til á lager í svörtu og hvítu. Ef það á að sérpanta lit tekur það ca 5-6 vikur. Litaður dúkur fæst eingöngu í 3 breiddum 2,5 m, 3,2 m, og 5 m og er hann ca 20% dýrari en svartur og hvítur.

ER DÚKURINN TIL Í MÖRGUM LITUM?

Já, það má í rauninni segja það. Oftast eru sett innfelld ljós á bakvið svona dúk og smíðum við þá sérstök brakket úr MDF, sem miðast við gatastærð á þeim ljósum sem viðskiptavinur hefur valið að nota. Oft smíðum við líka undir kastarabrautir sem koma neðan á dúkin en einnig er hægt að fella brautirnar inní dúkinn. Að auki er hægt að hafa óbeina LED lýsingu meðfram veggjum sem hefur verið vinsælt.

ER HÆGT AÐ NOTA HVAÐA LJÓS SEM ER?

Það er yfirleitt lýsingin sem stýrir því hvað við þurfum að taka loftið mikið niður eða annað sem er á bakvið dúkinn eins og loftskipti kerfi o.fl. Algengast er að loftin séu tekin niðu um u.þ.b. 7 cm en það er hæðin á timbrinu og plastlistanum sem við notum. Hægt er að skoða aðrar lausnir með viðskiptavinum ef þörf er á að taka loftið niður um minna en 5 cm.

HVAÐ ÞARF AÐ TAKA LOFTIÐ MIKIÐ NIÐUR?

Dúkurinn er með brunavottun sem heitir B – s1 – d0. Ef óskað er frekari útskýringa á því sem er á bakvið þessa vottun þá endilega sendið okkur póst á pons@pons.is og við sendum öll viðeigandi gögn og upplýsingar. Hér til hliðar má sjá hvað gerist þegar eldur er borinn að dúknum en þetta myndband tókum við þegar við heimsóttum höfuðstöðvar Clipso í Frakklandi.

HVAÐA BRUNAVOTTUN ER Á DÚKNUM?

ER HÆGT AÐ NOTA ÞESSA LAUSN TIL AÐ DRAGA ÚR HLJÓÐBÆRNI?

Þessi lausn er fyrst og fremst hugsuð til að draga úr bergmáli í rýmum en ullin sem við notum á bakvið dúkinn er svokölluð “harðpressuð” ull. Hún hefur ekki sömu eiginleika og sú sem er ætluð til að draga úr hljóðbærni eins og t.d. þéttull sem er oftast notuð til að einangra milliveggi.

HVAÐ MEÐ RÝMI SEM ERU BREIÐARI EN 5M?

Í þeim tilfellum þar sem rýmin eru breiðari en 5 m þá verðum við að setja 2 dúka saman. Þar notum við sérstaka samskeytalista og eru þessi samskeyti þunn lína á milli dúkanna.

Þetta er spurning sem við fáum mjög oft og yfirleitt spyrjum við á móti “Hversu oft þrífur þú loftið heima hjá þér?” 😊 En ef svo ólíklega vill til að það þurfi að þrífa dúkinn þá er það ekkert mál. Best er að nota bara vatn og Töfrasvamp en einnig er í lagi að nota hin ýmsu þrifefni og jafnvel gufuhreinsivél.

HVERNIG ER AÐ ÞRÍFA LOFTADÚK?

ÞARF AÐ VERA BÚIÐ AÐ MÁLA RÝMIÐ ÁÐUR EN ÞIÐ KOMIÐ AÐ SETJA UPP DÚK?

Það fer svolítið eftir því hvort við séum að vinna með steypta veggi eða timbur þar sem við gætum þurft að bora grindina upp ef um er að ræða steypta veggi. Því fylgir eðlilega meira ryk en ella og því er ágætt að eiga allavega seinni umferð eftir þegar við höfum komið rammanum upp. En hafa ber í huga að við erum að vinna með verkfæri, palla o.fl og því má alltaf gera ráð fyrir því að einhver för komi í veggi.

Já, þannig náum við fram hljóðvistinni sem loftadúkurinn er hvað þekktastur fyrir. Dúkurinn er micro-gataður sem þýðir að það eru 10.000 göt á hverjum fermetra sem hleypa hljóðinu í gegnum sig og deyr það svo út í ullinni á bakvið, í stað þess að koma niður aftur. 

ER ULL Á BAKVIÐ DÚKINN?

ER HÆGT AÐ SETJA DÚK YFIR LOFT SEM ER FYRIR Í RÝMINU T.D. LOFTAPANEL?

Já, í flestum tilfellum er það hægt en við þurfum að fá að meta hvert tilfelli fyrir sig.

ER HÆGT AÐ NOTA LOFTADÚK ÞAR SEM LOFTSKIPTIKERFI ER?

Já, það er ekkert mál. Yfirleitt eru túðurnar á þessum kerfum þannig að þær smellast uppí rörið sjálft. Í þeim tilfellum þar sem þarf að skrúfa þær upp þá smíðum við þar til gerða platta á bakvið dúkinn, sem túðan skrúfast uppí.

ER HÆGT AÐ SETJA HLJÓÐKERFI Í LOFTIÐ?

Já, það er möguleiki og getum við sérsmíðað box sem hátalarnir eru svo festir upp með.