GÓLF
DÚKALÖGN - FLOTUN - PARKET - TEPPALÖGN
DÚKALÖGN
Pons var upphaflega stofnað til að sinna dúklagninga verkefnum og býr fyrirtækið yfir gríðarlegri reynslu af dúkalögnum.
Dúkar hafa verið mjög vinsælt gólfefni í rýmum þar sem ágangur er mikill, eins og í skólum, leikskólum og öðrum stærri vinnustöðum, enda mjög slitsterkt efni. Þróunin hefur verið mikil seinustu ár og hafa bæst við svokölluð vínylparket og vínylflísar. Starfsfólk okkar veitir ráðgjöf við val á efni, sé þess óskað.
PARKET
Starfsfólkið okkar býr yfir mikilli reynslu af parketlögnum og eru þekkt fyrir að vanda til verka. Við tökum að okkur bæði stór og smá verkefni - vinnum fyrir einstaklinga, fyrirtæki sem og aðra verktaka.
Við vinnum með allar gerðir af parketi, hvort sem það er gegnheilt, harðparket eða vínylparket. Við vinnum náið með öllum helstu umboðsaðilum og birgjum landsins og getum veitt ráðgjöf varðandi val á gólfefnum sé eftir því leitað.
FLOTUN
Pons er í stakk búið til að sinna flotunarverkefnum af öllum stærðum. Við höfum tekið að okkur að flota allt frá litlum rýmum upp í heilar hæðir í nýbyggingum, fyrir einstaklinga og fyrirtæki.
Til að fá frekari upplýsingar um okkar verkefni sem tengjast flotun ýtið á hnappinn hér að neðan.
TEPPALÖGN
Eitt af því sem Pons hefur sérhæft sig í til margra ára eru teppalagnir.
Fyrirtækið býr yfir mikilli reynslu af teppalagningum í stigahúsum fjölbýlishúsa auk þess sem teppaflísar hafa í auknum mæli ratað á gólf landsmanna, sérstaklega í fyrirtækjum.